Akrarnir skili 1.000 tonnum af korni

Á stærstum hluta þessa lands er ræktað bygg, en einnig …
Á stærstum hluta þessa lands er ræktað bygg, en einnig repja og hveiti þótt í minna mæli sé. mbl.is/Sigurður Bogi

Allt var sett á fulla ferð nú í vik­unni og byrjað að þreskja korn á ökr­un­um miklu við Gunn­ars­holt á Rangár­völl­um. Þarna eru und­ir alls 320 hekt­ar­ar; rækt­un sem Björg­vin Þór Harðar­son í Laxár­dal í Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi stund­ar sem fóðuröfl­un fyr­ir svína­búið Grís og flesk.

Á stærst­um hluta þessa lands er ræktað bygg, en einnig repja og hveiti þótt í minna mæli sé.

Stærstu kornakr­ar lands­ins

„Axið er ágæt­lega sprottið og korn­rækt­in hef­ur gengið vel þrátt fyr­ir að sum­arið hafi verið kalt og oft rign­ing. Hér fáum við al­veg fyr­ir­taks­fóður, enda þótt veðrátt­an valdi því að fyll­ing­in í ax­inu mætti vera lítið eitt meiri. Þetta er samt ekk­ert sem kem­ur að sök,“ seg­ir Björg­vin.

Björgvin Þór Harðarson bóndi í Laxárdal.
Björg­vin Þór Harðar­son bóndi í Laxár­dal. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Ætla verður að spild­urn­ar sem Björg­vin leig­ir í Gunn­ars­holti af Landi og skógi, sem áður hét Land­græðslan, séu stærstu kornakr­ar lands­ins. Þetta eru víðfeðmar breiður og í bak­grunni þeirra fal­leg­ur fjalla­hring­ur þar sem Heklu, Tind­fjöll og Þrí­hyrn­ing ber hátt. Bónd­inn ekur stórri þreski­vél eft­ir akr­in­um og henni fylg­ir drátt­ar­vél með vagni, þangað sem korni er dælt yfir. Sú afurð fer í þurrk­un í Gunn­ars­holti, en frek­ari verk­un er í verk­un­ar­stöð í Laxár­dal.

Bú­skap­ur nálg­ast sjálf­bærni

„Ég vænti þess að upp­skera þessa árs verði ein­hvers staðar á bil­inu 800-100 tonn og með slíkt er ég al­veg sátt­ur,“ seg­ir bónd­inn í Laxár­dal, hvar lengi hef­ur verið stundaður svína­bú­skap­ur. Í húsi eru alls um 220 gylt­ur og afurðir frá bú­inu, meðal ann­ars úr eig­in kjötvinnslu, fara á markað víða meðal ann­ars und­ir vörumerk­inu Korn­grís.

mbl.is/​Sig­urður Bogi

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær. laug­ar­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert