Arnar Þór stofnar nýjan stjórnmálaflokk

Arnar Þór Jónsson.
Arnar Þór Jónsson. mbl.is/Eyþór

Arn­ar Þór Jóns­son, lögmaður og fyrr­ver­andi for­setafram­bjóðandi, hef­ur stofnað nýj­an stjórn­mála­flokk sem nefn­ist Lýðræðis­flokk­ur­inn – sam­tök um sjálfs­ákvörðun­ar­rétt. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Arn­ari Þór og seg­ir að flokk­ur­inn sé stofnaður í þeim til­gangi „að vinna gegn þróun í átt til of­stjórn­ar og óstjórn­ar sem er að kné­setja ís­lensk­an al­menn­ing og ís­lensk fyr­ir­tæki“.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að á síðustu vik­um hafi fjöl­marg­ir hvatt Arn­ar Þór til að stofna stjórn­mála­flokk til að freista þess að snúa þjóðfé­lag­inu til betri veg­ar. 

Arn­ar Þór hlaut kjör sem varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins árið 2021 en sagði sig úr flokkn­um er hann til­kynnti for­setafram­boð sitt í janú­ar. Hann hlaut 5,1% fylgi í kosn­ing­un­um í júní. 

Í vik­unni var síðan greint frá því að viðræður Arn­ars Þórs við Miðflokk­inn hefðu fjarað út og engu skilað.

Í til­kynn­ingu Arn­ars Þórs um nýja flokk­inn seg­ir: „Lýðræðis­flokk­ur­inn snýst um að efla lýðræði, frelsi og sjálfs­ákvörðun­ar­rétt. Þessi nýju stjórn­mála­sam­tök verða byggð á heiðarleika og þeim gild­um sem best hafa reynst. Ég er til­bú­inn að fara í þessa bar­áttu með öllu því hug­rakka og vel­viljaða fólki sem vill heyja hana með mér af heilu hjarta, með rétt­sýni og visku að leiðarljósi, fyr­ir landið okk­ar, Ísland.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert