Borgarísjaki kom inn á ratsjána

Borgarís hulinn þoku. Mynd úr safni.
Borgarís hulinn þoku. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ratsjá skips nam borgarísjaka norður af Húnaflóa í nótt.

Katrín Agla Tómasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að eitthvað sé um ísjaka nálægt Vestfjörðum um þessar mundir.

Hún segir það skýrast af vindátt síðustu daga að ísjakar á milli Íslands og Grænlands reki að Íslandi.

Kort/Veðurstofa Íslands

Komu ekki auga á jakann

Í tilkynningu Veðurstofu segir að ekki hafi verið siglt nægilega nálægt til að koma auga á borgarísjakann en staðsetningu hans má sjá á korti sem fylgir.

Hvítabjörn var aflífaður fyrr í mánuðinum á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við mbl.is að borgarís hefði verið nálægt landi þegar upp komst um ferðir bjarnarins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert