Bráðabirgðagöngubrú yfir Sæbraut þar sem banaslys varð í nótt hefur verið í undirbúningi hjá Vegagerðinni.
G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að á endanum verði stokki komið fyrir á staðnum sem slysið átti sér stað.
„Það er búið að liggja fyrir lengi að koma bráðabirgðagöngubrú fyrir til þess að tengja hverfin,“ segir hann.
Verður það að forgangsmáli í ljósi slyssins?
„Það þarf ekki að gera það, við erum að hefja framkvæmdir.“