Sigurjón Norberg Kjærnested, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, segir það gífurlega mikilvægt að kjarasamningar náist á morgun er fundað verður með Eflingu.
„Við erum í samningaviðræðunum af fullum heilindum og vonumst eftir því að ná kjarasamningi enda er það gífurlega mikilvægt. Að öðru leyti þá getum við ekki tjáð okkur um einstaka efnisatriði,“ segir Sigurjón í samtali við mbl.is.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í samtali við mbl.is í gær að ef samtökin kæmu ekki með tillögu að lausn eða lagfæringu á mönnunarvanda hjúkrunarheimilanna á fundi félaganna á morgun myndi Efling slíta viðræðunum. Þá komi undirbúningur verkfallsaðgerða til skoðunar í kjölfarið.