Jökulhlaupið í rénun

Skálm í júlí á þessu ári.
Skálm í júlí á þessu ári. mbl.is/Jónas Erlendsson

„Rafleiðni og vatnshæð hefur farið lækkandi í Skálm frá því seint í gærkvöldi, 28. september.“

Svo segir í athugasemd sérfræðings á Veðurstofu Íslands vegna jökulhlaups sem hófst í Skálm í gær. 

Í athugasemdinni, sem var birt rétt fyrir klukkan hálf átta, segir að rafleiðni nálgast nú aftur eðlileg gildi og er hlaupið í rénun.

„Við viljum biðja fólk um að sýna aðgát við upptök ánnar og nærri árfarvegnum þar sem gasmengun gæti verið á svæðinu.“

Náttúruvárvakt Veðurstofunnar mun halda áfram að vakta svæðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert