Ráðherra sakar þáttarstjórnanda um ósvífni

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, tel­ur ekki viðeig­andi að stilla stór­aukn­um fjár­veit­ing­um til menn­ing­ar­mála upp á móti spurn­ing­unni um hvort styrkja megi lög­gæslu í land­inu.

    Þetta kem­ur fram í viðtali við Sig­urð Inga í Spurs­mál­um þar sem farið er vítt og breitt yfir sviðið.

    Fjár­mun­um ausið í allt og ekk­ert

    Geng­ur ráðherr­ann svo langt að saka þátt­ar­stjórn­anda um ósvífni með fram­setn­ingu sinni.

    Orðaskipt­in um þetta mál má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan en þau eru einnig rak­in í text­an­um hér að neðan.

    Talandi um rík­is­fjár­mál­in og kostnaðinn og aðhaldið. Þið hafið verið í rík­is­stjórn­inni, sér­stak­lega á vorþing­inu allskyns verk­efni sem þið hafið viljað keyra í gegn sem eru kostnaðar­auki fyr­ir ríkið. Mér hef­ur orðið tíðrætt um tvö­föld­un lista­manna­launa, þið viljið keyra í gegn þjóðaróperu sem á að kosta hundruð millj­óna, þið ætlið að fara í þjóðar­höll og allskyns verk­efni af þessu tagi. Á sama tíma horf­um við upp á það að lög­regl­an get­ur ekki varið fyr­ir­tæk­in í land­inu fyr­ir inn­brot­um, menn hafa enga stjórn á þess­um glæpa­hóp­um sem eru hér í land­inu. Hvers kon­ar for­gangs­röðun er þetta hjá stjórn­völd­um, er ykk­ur til dæm­is sama um þessa fyr­ir­tækja­eig­end­ur, versl­un­ar­eig­end­ur, í Síðumúla og Ármúla sem standa ráðþrota og lög­regl­an mæt­ir ekki einu sinni á staðinn þó að brot­ist sé inn og verðmæt­um stolið fyr­ir millj­ón­ir á millj­ón­ir ofan.

    „Þetta er nátt­úru­lega bara ósvífni að setja þetta svona fram, Stefán Ein­ar.“

    Af hverju?

    „Vegna þess að auðvitað er verið að bæta í lög­regl­una og ég held að ég fari rétt með að í minn­is­blaði sem unnið var í fjár­málaráðuneyt­inu að í engri stétt hef­ur fjölgað meira en hjá lög­regl­unni.“

    Eru þá þess­ir versl­un­ar­eig­end­ur ósvífn­ir þegar þeir eru ósátt­ir við þessa for­gangs­röðun.

    „Ég veit ekki hvað þeim finnst.“

    En væri það ósvífni ef þeir væru á þess­ari skoðun?

    „Ef þeir eru á þess­ari skoðun þá finnst mér það ósvíf­in nálg­un því við erum auðvitað að byggja upp miklu fjöl­breytt­ara og flott­ara sam­fé­lag sem kall­ar á allskon­ar þarf­ir. Eins og til að mynda hver vill til að mynda vera í sam­fé­lagi án menn­ing­ar?“

    Sigurður Ingi var ekki fyllilega sáttur við það hvernig þáttarstjórnandi …
    Sig­urður Ingi var ekki fylli­lega sátt­ur við það hvernig þátt­ar­stjórn­andi stillti mál­um upp í tengsl­um við for­gangs­röðun rík­is­fjár­mála. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir

    Horfa þarf til margra þátta

    Finnst þér það fjöl­breytt­ara og flott­ara sam­fé­lag þar sem fólk get­ur ekki varið eig­ur sín­ar og það er inn­brotafar­ald­ur...

    „Ég er að segja að það eru fleiri þætt­ir en ein­hver einn sem við erum að horfa á. Við get­um hins veg­ar al­veg ætl­ast til þess að við tök­um bet­ur utan um þessa ör­ygg­isþætti og ég tel það mjög mik­il­vægt...“

    Öryggi borg­ar­anna kem­ur á und­an menn­ing­unni, geri ég ráð fyr­ir.

    „Það er alltaf núm­er eitt, tvö og þrjú. Al­gjör­lega og við höf­um lagt áherslu á það. Og við erum að leggja aukna fjár­muni þar inn, við erum til dæm­is núna í tengsl­um við, því miður, vax­andi of­beldi barna, hnífa­b­urð og annað að þá eru ráðuneyt­in búin að vera að vinna sam­an í marga mánuði. Komið fram með áætl­un í sum­ar sem við vor­um að stækka og koma með út. Hluti af því er að fjölga t.d. sam­fé­lagslög­reglu­mönn­um. Og tak­ast á við þann vanda.“

    Borg­ar­stjór­inn þinn stytt­ir opn­un­ar­tíma sund­lauga og þeir vilja ekki halda opn­un­ar­tíma fé­lags­miðstöðva í því horfi sem áður var á sama tíma.

    „Ég veit ekki hvort það leys­ir all­an vanda. En ég er viss um að við sem for­eldr­ar eig­um að eyða meiri tíma með börn­un­um okk­ar. Ég held að það sé miklu stærra atriði en hvort ein­hver sund­laug eða fé­lags­miðstöð sé opin hálf­tíma eða klukku­tíma leng­ur eða skem­ur.“

    Sigurður Ingi er nýjasti gestur Spursmála.
    Sig­urður Ingi er nýj­asti gest­ur Spurs­mála. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir

    Lýs­ir ekki for­gangs­röðun

    En það lýs­ir for­gangs­röðun.

    „Ég er ekki viss um að það sé rétt hjá þér. En ég segi bara, þetta verk­efni, að koma þessu of­beldi út úr okk­ar sam­fé­lagi er for­gangs­verk­efni. Það ger­um við ekki öðru­vísi en að all­ir taki hönd­um sam­an. Það er ekki nóg að setja bara lög­regl­una á göt­urn­ar eða inn í sam­fé­lagið. Það verða all­ir að taka þátt og þá er ég líka að tala um heil­brigðis­kerfið, skóla­kerfið en ekki síst okk­ur, for­eldr­ana, ömm­ur og afa, ég er afi. En ég er ennþá for­eldri en þau eru orðin full­orðin.“

    Þú ert laust úr þeim pakka.

    „Ég er bú­inn að út­skrifa það en gleðst yfir barna­börn­un­um en hef áhyggj­ur af þessu um­hverfi sem við erum að sjá og varðandi glæpa­geng­in og eitt­hvað slíkt verðum við ein­fald­lega að gera bet­ur. Við erum að tak­ast á við áhuga­verð verk­efni á landa­mær­un­um, gegn­um Schengen. Sem er aukið eft­ir­lit. Sem mér finnst það eitt­hvað sem við eig­um að nýta. Mér hef­ur fund­ist í gegn­um tíðina að við höf­um ekki notið nægi­lega góðs af því að vera ekki í þessu Schengen.“

    Ísland vel sett hvað farþegalista varðar

    Lög­reglu­stjór­inn á Kefla­vík­ur­flug­velli kvart­ar sár­an und­an því að þið hafið ekki keyrt í gegn kröf­ur og sekt­ir á flug­fé­lög um að birta ekki farþega­upp­lýs­ing­ar. Landa­mær­in eru ein­fald­lega opin.

    „Ég held reynd­ar að ef við tök­um Ísland og ber­um sam­an við önn­ur lönd eða aðra flug­velli þá séu fá lönd sem eru með eins hátt hlut­fall af þess­um farþegalist­um sem við fáum.“

    Lög­reglu­stjór­inn kvart­ar und­an þessu.

    „Já en ég held að það sé samt staðreynd­in, sko að við séum þar bara á toppi að fá þess­ar upp­lýs­ing­ar enda eru ís­lensku flug­fé­lög­in mjög vilj­ug til þess að af­henda þær.“

    Hann kvart­ar sár­an und­an þessu.

    Viðtalið við Sig­urð Inga má sjá og heyra í spil­ar­an­um hér að neðan.

     

    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert
    Loka