2,5% atvinnuleysi í ágúst

Byggingarvinna í Kópavogi.
Byggingarvinna í Kópavogi. mbl.is/Árni Sæberg

Í ágúst síðastliðnum voru 6.100 manns atvinnulausir á landinu.

Þetta kemur fram í árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar. Árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra var 2,5%. Hlutfall starfandi var 82,3% og atvinnuþátttaka var 84,4%.

Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi stóð í stað á milli mánaða, hlutfall starfandi jókst um 1,5 prósentustig og atvinnuþátttaka jókst einnig um 1,5 prósentustig, að því er kemur fram í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert