Agaleysi, fjárskortur og Viðskiptaráð

Hér má sjá niðurstöður könnunarinnar sem var lögð fyrir þátttakendur.
Hér má sjá niðurstöður könnunarinnar sem var lögð fyrir þátttakendur. mbl.is/Karítas

Agaleysi, fjármagn, kennaraskortur, ójöfnuður, fjárskortur, skipulagsleysi, ósamræmi, álag, virðingarleysi og Viðskiptaráð.

Þetta eru meðal stærstu vandamála íslensks menntakerfis, ef smætta mætti þau niður í einstök orð, að mati þátttakenda menntaþings stjórnvalda sem haldið er í dag.

Mennta- og barnamálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Kennarasamband Íslands, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Heimili og skóli, Grunnur – félag fræðslustjóra og stjórnenda á skólaskrifstofum og Miðstöð menntunar og skólaþjónustuefndu standa að þinginu sem hófst klukkan níu í morgun.

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og menntamálaráðherra, stýrir þinginu.

Þúsund þátttakendur

Þátttakendur telja um þúsund manns, þar af sex hundruð sem sitja í salnum. 

Á þinginu var lögð spurning fyrir salinn sem hljóðaði svo: Hver er stærsti vandi íslensks menntakerfis í einu orði?

Gátu þátttakendur sent inn svör í gegnum kerfið Slido og birtust niðurstöðurnar á skjá á þinginu.

Hér er tæmandi listi þeirra orða sem birtust á skjánum:

  • Agaleysi
  • Fjármagn
  • Kennaraskortur
  • Ójöfnuður
  • Fjárskortur
  • Álag
  • Ósamræmi
  • Stefnuleysi
  • Skipulagsleysi
  • Viðskiptaráð
  • Undirmönnun
  • Fjármagnsskortur
  • Metnaðarleysi
  • Viðhorf
  • Skortur
  • Yfirsýn
  • Skipulagsleysi
  • Dreifstýring
  • Mönnun
  • Samræming
  • Gamaldags
  • Húsnæði
  • Stuðningsleysi
  • Agi
  • Virðingaleysi
  • Úrræði
  • Virðing
  • Læsi
  • Kjarasamningar kennara
  • Samfélagið
  • Flókið
  • Virðingarskortur 
  • Úrræðaleysi
  • Óreiða
  • Hraði
  • Persónuvernd
  • Miðstýring
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert