Beint: Rætt um aðgerðir í menntamálum

Andri Úlfarsson kynnti nýjan gagnagrunn yfir nemendur, sem nefnist Frigg.
Andri Úlfarsson kynnti nýjan gagnagrunn yfir nemendur, sem nefnist Frigg. mbl.is/Karítas

Mennta- og barnamálaráðuneytið stendur fyrir menntaþingi á Reykjavík Hilton Nordica í dag.

Þar á að kynna drög að aðgerðum í menntaumbótum og viðbrögð við svörtum niðurstöðum PISA-könnunarinnar. 

Ráðstefnan hefst klukkan 9 í dag og stendur fram til klukkan 15.30.

Beint streymi frá menntaþinginu:

Næstu skref rædd

Ræða á um stöðu menntakerfisins, hvað verið sé að gera og næstu skref í menntaumbótum. 

Þá er stefnt að opnu samtali með þinggestum um næstu aðgerðaáætlun menntastefnu stjórnvalda fyrir árin 2024–2027 og niðurstöðurnar sagðar munu nýttar við að fullmóta aðgerðirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert