Heimabakaríi, eina bakaríinu á Húsavík, hefur verið lokað vegna rekstrarörðugleika.
Þetta kemur fram í tilkynningu sem hékk í glugga bakarísins er gesti bar þar að í morgun.
Þar er íbúum bæjarins þakkað fyrir viðskiptin á liðnum árum.
Bakaríið á Húsavík, sem stendur við Garðarsbraut 15, á sér langa sögu undir nokkrum nöfnum. Bakarí opnaði fyrst í bænum árið 1923 og hét þá Brauðgerð Páls Jónssonar. Síðar kom Kaupfélag Þingeyinga inn í reksturinn og fékk bakaríið þá nafnið Brauðgerð KÞ.
Bakaríið fékk nafnið Heimabakarí árið 1999.
Greint var frá því í fyrra að eldur hefði kviknað í bakaríinu og mikið tjón orðið. Þurfti því að loka í nokkrar vikur.
Eigandi þess, Hálfdán Sveinbjörn Kristinsson, sagði við mbl.is að tekjutap yrði mikið fyrir bakaríið og virtist sýna efa um hvort reksturinn myndi standa tekjutapið af sér.
Ekki náðist í Hálfdán Sveinbjörn við vinnslu fréttarinnar.