Íshellaferðir mega hefjast á ný

Íshellir í Breiðamerkurjökli.
Íshellir í Breiðamerkurjökli. mbl.is/Rax

Stjórn Vatna­jök­ulsþjóðgarðs hef­ur samþykkt að heim­ila ferðir ís­hella á jökl­in­um á ný. Ekki hef­ur verið farið í ís­hella­ferðir á svæði þjóðgarðsins síðan að banda­rísk­ur maður lést í slysi í slíkri ferð á Breiðamerk­ur­jökli í lok ág­úst.

Þetta kem­ur fram í fund­ar­gerð stjórn­ar Vatna­jök­ulsþjóðgarðs.

Seg­ir þar að gild­is­tím­inn sé til 1. nóv­em­ber og bætt yrði við aukn­um ör­ygg­is­ákvæðum.

Öryggi fólks á ábyrgð fyr­ir­tækja og leiðsögu­fólks

Ein­göngu verður hægt að fara í ferðir á þeim stöðum þar sem áhættumat hef­ur farið fram og jafn­framt verður í skil­mál­um kveðið á um sam­starfs­hóp rekstr­araðila og Fé­lags fjalla­leiðsögu­manna á Íslandi sem muni fram­kvæma dag­legt stöðumat á ör­yggi ísmynd­ana.

Slíkt mat byggi í grunn­inn á áhættumati sem Vatna­jök­ulsþjóðgarður lét gera árið 2017 til viðbót­ar aðferðafræði sem sam­starfs­hóp­ur­inn legg­ur fyr­ir þjóðgarðinn til samþykkt­ar, seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Kem­ur enn frem­ur fram að um sé að ræða til­rauna­verk­efni sem geti tekið þróun á gild­is­tím­an­um.

Þá bend­ir stjórn­in á að ör­yggi ferðafólks í seld­um ferðum er end­an­lega á ábyrgð ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­is og leiðsögu­manns.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert