Neituðu sök í sígarettusmyglmáli

Sigurður G. Guðjónsson lögmaður og einn þriggja sakborninga í málinu …
Sigurður G. Guðjónsson lögmaður og einn þriggja sakborninga í málinu ganga út úr réttarsal. mbl.is/Karítas

Tveir þriggja sakborninga sem grunaðir eru um stórfelld tollalagabrot með því að smygla inn sígarettum og tóbaki til Íslands á árunum 2015-2018 neituðu sök þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þriðji maðurinn er erlendis og mun taka afstöðu til sakargifta síðar. 

Eru mennirnir sagðir hafa skráð vörurnar sem prótín og pappír á tollskýrslum. Um er að ræða í heildina 120.075 karton af sígarettum eða 1.200.750 síga­rettupakka og 5.400 kart­on af reyktób­aki.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.
Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. mbl.is/Karítas

Póló og Drekinn 

Fyr­ir­tækið sem flutti tób­aksvör­urn­ar til lands­ins heit­ir Áfengi og tób­ak ehf. Það er í eigu ann­ars ákærðu, Snorra Guðmunds­son­ar, sem oft er kennd­ur við rafrettu­versl­un­ina Póló. Auk hans er Sverr­ir Þór Gunn­ars­son, sem kennd­ur hef­ur verið við rafrettu­versl­un­ina Drek­ann, í for­svari fyr­ir fé­lagið, en hann hafði stofnað Áfengi og tób­ak (sem þá hét Tób­aks­fé­lag Íslands ehf.) í gegn­um fé­lag sitt Urriðafoss ehf., en það fé­lag rek­ur núna Drek­ann.

Auk þeirra er þriðji maður­inn ákærður í mál­inu sem starfsmaður flutn­inga­fyr­ir­tæk­is­ins Thor shipp­ing, en sam­kvæmt ákæru eru Sverr­ir og Snorri sagðir hafa komið því til leiðar við starfs­mann­inn að til­greina rang­ar vöru­teg­und­ir á aðflutn­ings­skýrsl­um fyr­ir tollaf­greiðslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert