Ólafur Ragnar gerir upp fortíðina í nýrri bók

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og kápa nýju bókarinnar.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og kápa nýju bókarinnar. Samsett mynd/mbl.is/Árni Sæberg

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, gefur á morgun út bókina Þjóðin og valdið - Fjölmiðlalögin og Icesave, en í forsetatíð sinni hélt Ólafur Ragnar ítarlegar dagbækur.

Fram kemur í tilkynningu frá bókaútgáfunni Forlaginu, að Ólafur Ragnar hafi skráð frásagnir af atburðum og samræðum við ráðherra og forystufólk.

„Skrifin voru eins konar samtal hans við sjálfan sig, leit að ráðgjöf í eigin huga. Penninn tæki í glímunni við erfið vandamál og göngustafur á leið til ákvarðana. Þessar dagbækur eru því einstæð heimild,“ segir í tilkynningu. 

Þá segir að átökin um fjölmiðlalögin og Icesave hafi markað þáttaskil, „hin síðari þau mestu í nútímasögu Íslendinga; snerust um efnahagslegt sjálfstæði – jafnvel fullveldi þjóðarinnar. Forsetinn stóð í örlagasporum og engar ákvarðanir þjóðhöfðingjans hafa verið jafn erfiðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert