Stofnar sjófugla eru í bráðri hættu

Jóhann Óli Hilmarsson.
Jóhann Óli Hilmarsson.

Miklar breytingar hafa orðið á fuglalífi landsins síðustu ár og stofnar sumra sjófugla hrunið. Þetta segir Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur í samtali við Morgunblaðið. Hann fékk á dögunum úr hendi umhverfisráðherra svonefnda Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti en hún fellur í skaut þeim sem láta vernd náttúru til sín taka.

Stuttnefju við Ísland hefur fækkað um 80%. Þá er skúmur nær horfinn og hann er ásamt lunda nú í hæsta flokki íslenska válistans. „Hrun í sandsílastofninum kringum 2005 hafði mikil áhrif á flesta sjófuglastofna. Hrunið var af völdum hlýnunar sjávar í kjölfar loftslagsbreytinga. Eitthvað virðist sílið þó vera að rétta úr kútnum og sumir sjófuglar einnig,“ segir Jóhann Óli. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert