Tíu mánaða viðbragðstími

Ásmundur Einar Daðason, ráðherra málaflokksins.
Ásmundur Einar Daðason, ráðherra málaflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nú þegar tæpir tíu mánuðir eru liðnir frá því að niðurstöður PISA-könnunarinnar árið 2022 vörpuðu enn meira ljósi á alvarlega stöðu íslenska menntakerfisins ætla stjórnvöld loks að láta verða af því að kynna viðbrögð sín. Felast þau í drögum að svokallaðri 2. aðgerðaáætlun fyrir árin 2024 til 2027, sem er hluti af innleiðingu menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030.

Drögin verða kynnt í dag á ráðstefnu sem mennta- og barnamálaráðuneytið hefur boðað til, sem nefnist menntaþing og er haldið á Hilton Reykjavík Nordica. Fullyrt er í tilkynningu að þar verði meðal annars brugðist við niðurstöðum PISA-könnunarinnar.

Þar segir einnig að markmiðið með aðgerðaáætluninni sé að mæta sérstaklega áskorunum sem íslenskt menntakerfi stendur frammi fyrir og sjást m.a. í niðurstöðum PISA-könnunarinnar árið 2022. Þar lækkaði Ísland mest allra OECD-ríkja og sýndu niðurstöðurnar meðal annars að 40% fimmtán ára nemenda á Íslandi búa ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert