Viðræðum frestað en hugmyndir komnar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Rík­is­sátta­semj­ari lagði til að fundi yrði frestað þangað til á morg­un og samn­inga­nefnd Efl­ing­ar féllst á þá til­lögu vegna þess að hug­mynd­ir hafa verið að ganga á milli samn­ingsaðila og mögu­lega leiða þær til ein­hverr­ar niður­stöðu á morg­un,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, í sam­tali við mbl.is.

Samn­ingaviðræður fóru fram í dag á milli samn­inga­nefnd­ar Efl­ing­ar og Sam­taka fyr­ir­tækja í vel­ferðarþjón­ustu þar sem Efl­ing krefst meðal ann­ars lausn­ar á mönn­un­ar­vanda á hjúkr­un­ar­heim­il­um.

Ekki hægt að segja til um hvort hug­mynd­ir skili ár­angri

Greint hef­ur verið frá að samn­inga­nefnd Efl­ing­ar myndi slíta viðræðum og hefja und­ir­bún­ing verk­fallsaðgerða ef ekki kæmu fram til­lög­ur að lausn­um frá sam­tök­un­um á fundi þeirra í dag.

„Í dag þá gerðist það að það eru hug­mynd­ir að ganga á milli. Á þess­um tíma­punkti get ég auðvitað ekk­ert sagt til um það hvort að þær skili ásætt­an­leg­um ár­angri. En við vor­um og erum til­bú­in til þess þá að fresta fundi og mæta aft­ur á morg­un og sjá hvað ger­ist þá,“ seg­ir Sól­veig Anna og nefn­ir jafn­framt að fund­ur­inn hefj­ist klukk­an 10.00 í fyrra­málið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert