Viðræðum frestað en hugmyndir komnar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ríkissáttasemjari lagði til að fundi yrði frestað þangað til á morgun og samninganefnd Eflingar féllst á þá tillögu vegna þess að hugmyndir hafa verið að ganga á milli samningsaðila og mögulega leiða þær til einhverrar niðurstöðu á morgun,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í samtali við mbl.is.

Samningaviðræður fóru fram í dag á milli samninganefndar Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu þar sem Efling krefst meðal annars lausnar á mönnunarvanda á hjúkrunarheimilum.

Ekki hægt að segja til um hvort hugmyndir skili árangri

Greint hefur verið frá að samninganefnd Eflingar myndi slíta viðræðum og hefja undirbúning verkfallsaðgerða ef ekki kæmu fram tillögur að lausnum frá samtökunum á fundi þeirra í dag.

„Í dag þá gerðist það að það eru hugmyndir að ganga á milli. Á þessum tímapunkti get ég auðvitað ekkert sagt til um það hvort að þær skili ásættanlegum árangri. En við vorum og erum tilbúin til þess þá að fresta fundi og mæta aftur á morgun og sjá hvað gerist þá,“ segir Sólveig Anna og nefnir jafnframt að fundurinn hefjist klukkan 10.00 í fyrramálið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka