Vilja atvinnusvæði í Rjúpnahlíð

Rjúpnahlíð í Garðabæ.
Rjúpnahlíð í Garðabæ. mbl.is/ÓEJ

Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa hug á að útvíkka vaxtarmörk bæjarins, frá því sem mælt er fyrir um í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins sem sveitarfélögin þar standa að.

Stendur vilji Garðabæjar til að skipuleggja byggingarland í Rjúpnahlíð, norðan Vífilsstaðavatns, og gera áætlanir Garðabæjar ráð fyrir því að í Rjúpnahlíð verði atvinnusvæði.

Ef breytingar á svæðisskipulagi eiga að hljóta framgang verða breytingar að gerast á vettvangi þess, sem þýðir að samþykki allra sveitarfélaganna þarf til að samþykkja breytingar á því. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert