Vilja tafarlausar neyðaraðgerðir

Borgarfulltrúarnir kalla eftir neyðaraðgerðum. Þung umferð hefur verið um Sæbraut …
Borgarfulltrúarnir kalla eftir neyðaraðgerðum. Þung umferð hefur verið um Sæbraut og Kleppsmýrarveg og hefur gangandi vegfarendum fjölgað með tikomu Vogabyggðar. Samsett mynd

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu á morgun leggja fram tillögu um að ráðist verði í tafarlausar neyðaraðgerðir til að bæta umferðaröryggi við gatnamót Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar.

Borgarfulltrúarnir Marta Guðjónsdóttir og Björn Gíslason munu óska eftir því að tillagan verði tekin inn með afbrigðum á borgarstjórnarfundi á morgun.

Í tillögunni er lagt til að sérstakri snjallgangbraut verði komið fyrir á gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar.

Virka snjallgangbrautin þannig að hún skynjar þegar gangandi vegfarendur nálgast gangbrautina og kviknar þá LED göngulýsing sem lýsir upp gangbrautina og vegfarendur á meðan gengið er yfir götuna.

Eykur til muna öryggi allra

Í annan stað er lagt til að gatnamótin verði snjallvædd með nýjustu tækni í snjallljósastýringum, en umferðarljósin á gatnamótum Kleppsmýrarvegar og Sæbrautar sýna svo ekki verði um villst að þeim er stýrt með klukku þar sem græna ljósið varir aðeins í 15 sekúndur þegar gengið er yfir og er þar af leiðandi ekki snjallvætt.

Segja borgarfulltrúarnir að snjallljós skynji umferð akandi, gangandi og hjólandi vegfarenda auk þess að bæta umferðarfæði og auka til muna öryggi allra vegfarenda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert