Vinnslustöð MS á Selfossi stækkuð

Meiri framleiðsla og stærri hús. Allt þarf að fylgjast að.
Meiri framleiðsla og stærri hús. Allt þarf að fylgjast að. mbl.is/Sigurður Bogi

Hafist verður handa á næstu mánuðum við að reisa 2.500 fm byggingu við vinnslustöð Mjólkursamsölunnar á Selfossi. Þar eru unnin á ári hverju um 73 þúsund tonn af mjólkurafurðum og hefur vinnslan um það bil tvöfaldast nú á rúmum áratug. Þar munar mjög um aukna vinnslu á skyri, en sú framleiðsla verður hýst í byggingunni nýju.

Framleiðsla MS á skyri á síðustu tólf mánuðum er um 6.000 tonn og í sölu eru innanlandsmarkaður og útflutningur því sem næst jafn stórir póstar. Af þessum sökum er orðin plássþröng í mjólkurbúinu eystra. „Á næstu árum þarf svo að byggja meira á Selfossi, meðal annars yfir ýmsar stoðdeildir mjólkurvinnslunnar,“ segir Pálmi Vilhjálmsson forstjóri Mjólkursamsölunnar. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert