Einn á bráðamóttöku eftir hópslagsmál

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar eftir að tilkynning barst um hópslagsmál í hverfi 105 í Reykjavík.

Málið er í rannsókn og er það unnið með barnavernd, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. Alls eru 62 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu. 

Brotist inn í verslun

Tilkynnt var um innbrot og þjófnað í verslun í hverfi 203 í Kópavogi. Einn var handtekinn og var hann látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.

Einn var handtekinn í hverfi 104 í Reykjavík grunaður um fíkniefnamisferli. Málið var afgreitt á vettvangi.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Í miðbæ Reykjavíkur var ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá kom í ljós að hann var einnig sviptur ökuréttindum. Hann var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.

Missti stjórn á bifreiðinni

Tilkynnt var um umferðarslys í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi. Ökumaðurinn missti stjórn á bifreið sinni og hafnaði á vegriði. Hann hlaut minniháttar meiðsli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert