„Ekki gengið eins greiðlega og ég hefði viljað sjá“

Ný Ölfusárbrú við Selfoss verður 330 metra löng og stöpull …
Ný Ölfusárbrú við Selfoss verður 330 metra löng og stöpull fyrir miðju verður um 60 metra hár, með stögum niður að brúargólfi. Teikining/Vegagerðin

„Því miður hef­ur þetta ekki gengið eins greiðlega og ég hefði viljað sjá. Það er að ljúka umræðu og um­fjöll­un með hvaða hætti fjár­mögn­un­in verði tryggð,“ seg­ir Svandís Svavars­dótt­ir innviðaráðherra spurð um stöðu Ölfusár­brú­ar­verk­efn­is­ins.

Svo virðist vera að pattstaða sé kom­in upp við smíði nýrr­ar Ölfusár­brú­ar og fram­kvæmd­in tefj­ist enn frek­ar vegna skil­yrða um að brú­in eigi að vera fjár­mögnuð með veg­gjöld­um.

Njáll Trausti Friðberts­son, formaður fjár­laga­nefnd­ar, sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær að grunn­for­send­an sé að Ölfusár­brú verði að fullu fjár­mögnuð með veg­gjöld­um.

Ráðuneyt­in eru með ákveðnar hug­mynd­ir í píp­un­um

„Ég tel að ráðuneyt­in séu með ákveðnar hug­mynd­ir í píp­un­um og fjár­málaráðuneytið hef­ur verið að benda á ákveðnar leiðir sem ég von­ast til þess að við get­um rætt með fjár­laga­nefnd og sam­göngu­nefnd og farið yfir stöðuna. Þetta er ein mik­il­væg­asta sam­göngu­fram­kvæmd sem við horf­umst í augu við,“ seg­ir Svandís við mbl.is.

Bergþóra Þor­kels­dótt­ir vega­mála­stjóri sagði í frétt­um á RÚV í gær að mik­il­vægt væri að málið leyst­ist enda sé verk­efnið gríðarlega mik­il­vægt sem skipt­ir miklu máli fyr­ir Árborg og allt Suður­landsund­ir­lendið.

Um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd samþykkti í síðustu viku ósk um minn­is­blað frá innviðaráðuneyt­inu um stöðu Ölfusár­brú­ar­verk­efn­is­ins sem og þeirra vega­fram­kvæmda sem henni tengj­ast. Þá var einnig beðið um upp­færða kostnaðaráætl­un og áætlaðan fjár­magns­kostnað en síðast þegar til áætl­un­ar­inn­ar spurðist stóð hún í 15 millj­örðum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert