Finna fyrir meiri viðurkenningu en áður

Sólveig Anna segist við öllu búin þó hún sé vongóð.
Sólveig Anna segist við öllu búin þó hún sé vongóð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er vongóð um að ásættanlegar hugmyndir verði kynntar á fundi samninganefndar Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, sem hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara nú klukkan 10. 

Samninganefndin er vegar við öllu búin þó þau finni fyrir meiri viðurkenningu á þeim vanda sem þau hafa bent á að þurfi að leysa, en Efling hefur meðal annars krafist úrlausnar á mönnunarvanda á hjúkrunarheimilum.

Fundi var frestað í gær að þar sem hugmyndir höfðu verið að ganga á milli samningsaðila sem talið er að geti leitt til einhverrar niðurstöðu. En greint hafði verið frá því að samninganefnd Eflingar myndi slíta viðræðum og hefja undirbúning verkfallsaðgerða ef ekki kæmu fram tillögur að lausnum frá samtökunum á fundinum í gær. Samninganefnd Eflingar féllst hins vegar á að fresta fundinum þangað til í dag.

Enn óútrætt hvernig hægt er að lenda niðurstöðu

„Það gengu á milli hugmyndir og tillögur sem voru þess eðlis að hægt er að halda áfram að vinna með þær. Það er algjörlega óútrætt engu að síður hvort og hvernig væri hægt að lenda niðurstöðu, þrátt fyrir að hugmyndir hafi sannarlega farið að ganga á milli í gær,“ sagði Sólveig í samtali við mbl.is skömmu áður en fundurinn hófst.

Aðspurð hvort henni finnist að samninganefnd Eflingar sé mætt af meiri skilningi en áður með sínar kröfur, segir hún:

„Já, alveg hiklaust mætum við meiri skilningi, eða réttara sagt viðurkenningu loksins á því að það sem við höfum verið að benda á og ræða er einfaldlega raunveruleikinn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert