Kaldasta sumarið á öldinni

Sumarið reyndist í svalara lagi.
Sumarið reyndist í svalara lagi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sum­ar­lok voru hjá Veður­stofu Íslands á miðnætti síðastliðna nótt.

Sum­arið reynd­ist í sval­ara lagi miðað við und­an­farna tvo ára­tugi rúma, seg­ir Trausti Jóns­son veður­fræðing­ur.

Meðal­hiti þess á landsvísu reikn­ast 8,3 eða 8,4 stig. Þetta er lægsta tala sem sést hef­ur á þess­ari öld, eða síðan sum­arið 1998, en þá var hún sú sama og nú. Nokkru kald­ara var nokkru fyrr á síðustu öld, þ.e. árin 1993 og 1992.

Yngra fólkið, fram á fer­tugs­ald­ur senni­lega, man ekki jafn­kalt sum­ar nema barn­sminni þess sé al­veg sér­lega gott, bæt­ir Trausti við.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka