Segja stjórnvöld stefna tíu milljörðum í voða

Til stendur að afnema tollfrelsi skemmtiferðaskipa í hringsiglingu á næsta …
Til stendur að afnema tollfrelsi skemmtiferðaskipa í hringsiglingu á næsta ári. mbl.is/Árni Sæberg

Með ákvörðun um afnám tollfrelsis skemmtiferðaskipa á hringsiglingum eru stjórnvöld að stefna áætluðum tíu milljörðum af tekjum í voða að mati Cruise Iceland.

Þetta kemur fram í ályktun Cruise Iceland, aðildarfélags sem telur flestar hafnir landsins og þjónustufyrirtæki á borð við Samskip, Iceland Travel og Skeljung.

Eigi eftir að leggja mat á hagræn áhrif

Til stendur að afnema tollfrelsi skemmtiferðaskipa 1. janúar eða eftir þrjá mánuði. Samkvæmt tilkynningu frá Cruise Iceland á enn eftir að leggja mat á fjárhagslegar afleiðingar afnámsins þrátt fyrir ábendingar félagsins til stjórnvalda um að brýnt væri að taka málið til skoðunar.

Í ályktun félagsins er farið fram á að stjórnvöld fresti ákvörðun sinni um afnám tollfrelsis skemmtiferðaskipa um tvö ár eða á meðan lagt er fullt mat á hagræn áhrif afnámsins.

Félagið greinir frá í ályktuninni „varlega áætluðum“ tekjum af hringsiglingum sem það segir stjórnvöld stefna í voða eða 10.785.174.406 kr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert