Tíu mánaða bið, tuttugu „aðgerðir“

Um 600 manns höfðu skráð sig til þátttöku á þinginu …
Um 600 manns höfðu skráð sig til þátttöku á þinginu og 400 til viðbótar í gegnum fjarfundarbúnað. mbl.is/Karítas

„Bætt­ur náms­ár­ang­ur í alþjóðleg­um sam­an­b­urði.“

Svo hljóm­ar ein tutt­ugu nýrra fyr­ir­hugaðra aðgerða sem mennta- og barna­málaráðherra kynnti á sér­stöku menntaþingi í gær. Aðgerða sem meðal ann­ars er ætlað að snúa skóla­kerf­inu af þeim glap­stig­um sem svart­ar niður­stöður PISA hafa varpað ljósi á.

Mark­mið þess­ar­ar einu aðgerðar er eft­ir­far­andi: „Að náms­ár­ang­ur nem­enda á grunn­skóla­stigi stand­ist alþjóðleg­an sam­an­b­urð.“

Ein­hverj­um kann að þykja aðgerðin nokkuð sam­hljóða mark­miðinu. Ef til vill ekki síst vegna þess að aðgerðin lýs­ir ein­göngu mark­miði en fel­ur í sér eng­ar skýr­ing­ar á því hvernig þessu sama mark­miði skuli náð.

Fleiri svo­nefnd­ar aðgerðir sem kynnt­ar voru í gær eru brennd­ar sama marki.

„Öflug­ir kenn­ar­ar í skól­um lands­ins,“ er önn­ur. Mark­miðið: „Að efla gæði kennslu.“

Frá menntaþingi í gær. Þúsund manns fengu klukkustund til að …
Frá menntaþingi í gær. Þúsund manns fengu klukku­stund til að veita end­ur­gjöf. mbl.is/​Karítas

Þúsund gest­ir, einn klukku­tími

Þess ber að geta að um er að ræða drög, sem um þúsund gest­um menntaþings var svo ætlað að ræða í hóp­um á einni klukku­stund, og sem móta á í kjöl­farið með þá end­ur­gjöf til hliðsjón­ar.

Um tíu mánuðir eru liðnir frá því að niður­stöður PISA voru kynnt­ar. Þar hrundi Ísland í sam­an­b­urði við önn­ur lönd og féll ekk­ert skóla­kerfi jafn langt niður stig­ann og það ís­lenska.

Ásmund­ur Ein­ar Daðason mennta- og barna­málaráðherra hugðist kynna viðbrögð við niður­stöðum PISA í júní.

Hætt var við það fyr­ir­vara­laust og kom í ljós eft­ir um­leit­an­ir Morg­un­blaðsins að kynn­ingu viðbragðanna hefði verið frestað fram á haust.

Þau viðbrögð litu svo fyrst dags­ins ljós í gær, í formi ein­hverra þeirra tutt­ugu aðgerða sem all­ar eru nefnd­ar hér til hliðar.

Þess ber að geta að þeim er ekki frek­ar lýst í þeirri aðgerðaáætl­un sem dreift var á ráðstefn­unni held­ur fara hér orðrétt.

Búist er við enn verri niðurstöðum úr næstu PISA-könnun, sem …
Bú­ist er við enn verri niður­stöðum úr næstu PISA-könn­un, sem lögð verður fyr­ir í vet­ur. mbl.is/​Karítas

Sam­einað eign­ar­hald aðila

Innt­ur eft­ir því hvort ná­kvæm­ari út­færsla verði birt seg­ir ráðherra í sam­tali við Morg­un­blaðið að eft­ir sam­ráð við gesti þings­ins verði áætl­un­in birt með „ei­lítið ít­ar­legri hætti“.

„Þetta er auðvitað sam­an­tekt­ar­skjal, við vilj­um fá sýn þeirra þúsund manns sem taka þátt í þessu menntaþingi,“ seg­ir Ásmund­ur.

„Það væri líka sér­stakt að skella þessu al­veg niður ná­kvæm­lega ít­ar­lega, staf fyr­ir staf, punkt fyr­ir punkt, vegna þess að við vilj­um hafa svig­rúmið og sveigj­an­leik­ann hér í þessu sam­tali – vegna þess að ég trúi því og reynsl­an sýn­ir okk­ur það reynd­ar í allri inn­leiðingu að ef við vilj­um raun­veru­lega sjá orð verða að breyt­ing­um þá ger­ist það með sam­tali, sam­vinnu og sam­einuðu eign­ar­haldi ólíkra aðila.“

Ein aðgerðin kveður á um bætt­an náms­ár­ang­ur í alþjóðleg­um sam­an­b­urði. Þú tal­ar um að það sé ekki búið að end­an­lega full­móta hvernig þetta verði gert. En ertu með ein­hverja sýn á til hvaða aðgerða væri hægt að grípa?

„Já, það eru þess­ar aðgerðir sem við nefn­um hér. Það eru auk­in náms­gögn. Það er auk­in þjón­usta við kenn­ara. Það er auk­in stofnþjón­usta. Það er aukið sam­starf for­eldra og skóla. Þannig að þetta teng­ist allt sam­an með ein­um eða öðrum hætti,“ svar­ar ráðherr­ann.

Ásmundur Einar Daðason, ráðherra málaflokksins, á menntaþingi.
Ásmund­ur Ein­ar Daðason, ráðherra mála­flokks­ins, á menntaþingi. mbl.is/​Karítas

Bíður með að full­móta aðgerðir

Eins og áður sagði sóttu um þúsund manns þingið og hyggst ráðherra bíða með að full­móta aðgerðaáætl­un­ina þar til unnið hef­ur verið með end­ur­gjöf þeirra.

Spurður hvenær lands­menn megi bú­ast við að sjá loka­út­gáfu 2. aðgerðaáætl­un­ar mennta­stefnu stjórn­valda til árs­ins 2030 og hvenær aðgerðunum verði síðan hrint í fram­kvæmd seg­ir ráðherr­ann að nú þegar sé hluti þeirra kom­inn til fram­kvæmda.

Sem dæmi nefn­ir hann efl­ingu for­eldra­starfs, boðað frum­varp um tvö­föld­un fram­laga í þró­un­ar­sjóð náms­gagna og vinnu við nýtt náms­mat­s­kerfi.

Viðskiptaráð var nefnt sem einn stærsti vandi menntakerfisins. Ráðið hefur …
Viðskiptaráð var nefnt sem einn stærsti vandi mennta­kerf­is­ins. Ráðið hef­ur talað fyr­ir sam­ræmdu náms­mati við lok grunn­skóla­göngu til að sporna við ríkj­andi ójafn­ræði barna eft­ir bú­setu þeirra. mbl.is/​Karítas

Bú­ist við verri niður­stöðum

Þeir sér­fræðing­ar sem við höf­um talað við bú­ast við enn verri niður­stöðum úr næstu PISA-könn­un. Hver er þín sýn á það?

„Já, ég held að það sem við þurf­um að gera sé að við þurf­um að fjölga okk­ar mæli­tækj­um gagn­vart mennta­kerf­inu. PISA er ein mæliein­ing, það eru fleiri alþjóðleg­ar mæl­ing­ar sem við þurf­um að skoða inni í þessu, það eru líka inn­lend­ar mæl­ing­ar sem við þurf­um að skoða,“ svar­ar Ásmund­ur Ein­ar og held­ur áfram:

„Ég held að við gæt­um verið að byrja að sjá punkt­inn þar sem við för­um að snúa þessu ei­lítið við en við þurf­um að fylgja bæði þeirri aðgerðaáætl­un sem við erum að klára og þess­ari mjög fast eft­ir til þess að sjá raun­veru­leg­ar breyt­ing­ar.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka