Allir ættu nú að vera komnir aftur með rafmagn eftir rafmagnsleysi sem náði frá Vestfjörðum, yfir Norðurland og Austfirði. Rafmagnsleysið hófst upp úr hádegi.
Þetta staðfestir Rósant Guðmundsson, samskiptastjóri Rarik, í samtali við mbl.is.
Enduruppbygging raforkukerfisins hjá Landsneti og Rarik hefur gengið vel, og flestir ættu nú þegar að vera komnir með rafmagn aftur.
„En það var mikið högg á kerfið og við vitum að einhverjir hafa orðið fyrir tjóni af völdum rafmagnstruflana,“ segir Rósant og bætir við að mest hafi verið um tjón á Mývatni.
Viðskiptavinir eru hvattir til að hafa samband við Rarik ef eitthvað tjón varð af völdum rafmagnstruflananna.
Hann tekur það fram að rauði flákinn á kortinu, sem fyrirtækið deildi á samfélagsmiðlum, táknaði ekki algjört rafmagnsleysi, heldur það svæði sem varð fyrir ýmsum rafmagnstruflunum.