Allir ættu að vera komnir með rafmagn

Rósant tekur það fram að rauði flákinn á kortinu hafi …
Rósant tekur það fram að rauði flákinn á kortinu hafi ekki táknað algjört rafmagnsleysi, heldur það svæði sem varð fyrir ýmsum rafmagnstruflunum. Kort/Rarik

Allir ættu nú að vera komnir aftur með rafmagn eftir rafmagnsleysi sem náði frá Vest­fjörðum, yfir Norður­land og Aust­f­irði. Rafmagnsleysið hófst upp úr hádegi.

Þetta staðfestir Rósant Guðmundsson, samskiptastjóri Rarik, í samtali við mbl.is. 

Enduruppbygging raforkukerfisins hjá Landsneti og Rarik hefur gengið vel, og flestir ættu nú þegar að vera komnir með rafmagn aftur.

Mest tjón við Mýtvatn

„En það var mikið högg á kerfið og við vitum að einhverjir hafa orðið fyrir tjóni af völdum rafmagnstruflana,“ segir Rósant og bætir við að mest hafi verið um tjón á Mývatni.

Viðskiptavinir eru hvattir til að hafa samband við Rarik ef eitthvað tjón varð af völdum rafmagnstruflananna. 

Hann tekur það fram að rauði flákinn á kortinu, sem fyrirtækið deildi á samfélagsmiðlum, táknaði ekki algjört rafmagnsleysi, heldur það svæði sem varð fyrir ýmsum rafmagnstruflunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert