Allt að 11 stiga hiti í dag

Í dag er spáð suðvestan 3 til 10 metrum á …
Í dag er spáð suðvestan 3 til 10 metrum á sekúndu og rigningu með köflum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í dag er spáð suðvestan 3 til 10 metrum á sekúndu og rigningu með köflum, en yfirleitt verður þurrt á Suðaustur- og Austurlandi fram undir kvöld. Hiti verður á bilinu 5 til 11 stig.

Norðaustan 8-15 m/s verða á morgun og áfram væta, en snjókoma á heiðum norðaustanlands. Úrkomuminna verður seinnipartinn og bætir í vind syðst á landinu. Hiti verður á bilinu 1 til 9 stig að deginum, mildast verður suðvestan til.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert