Bollinn heldur félagsskapnum gangandi

Golfhópurinn Bollinn.
Golfhópurinn Bollinn. Ljósmynd/Aðsend

Haukar urðu Íslandsmeistarar karla í körfuknattleik vorið 1988 og 16 árum síðar eða 2004 stofnaði Ívar Ásgrímsson golfhópinn Bollann, þar sem meistararnir og aðrir njóta sín áfram saman.

Í tilefni 20 ára afmælis Bollans fóru félagarnir í vikugolfferð með mökum sínum til Spánar og voru væntanlegir heim aðfaranótt miðvikudags.

„Loksins sáum við árangur margra ára þjálfunar,“ sagði Henning Henningsson fyrirliði Hauka við Morgunblaðið eftir tvíframlengdan úrslitaleikinn, sem fór fram í Njarðvík 19. apríl 1988. Þetta var fyrsti og reyndar enn eini Íslandsmeistaratitill karla í körfuknattleik hjá Haukum. Einar Gunnar Bollason þjálfaði liðið 1982 til 1986 og svo aftur 1988 til 1989 eftir að hafa verið þjálfari ÍR í eitt ár. Bollinn vísar til hans.

Eðal-Haukahópur

„Þetta er góður félagsskapur, yndislegur hópur,“ segir Ívar um 13 manna hópinn. „Við höfum verið saman frá því í yngri flokkunum í gamla daga. Þvílíkt fjör.“ Hann segist hafa stofnað Bollann þegar hann var um fertugt, einfaldlega til þess að treysta böndin á ný eftir að leikferlinum í körfunni lauk. „Við hóuðum saman leikmönnunum og Bollinn hefur þróast í 20 ár. Þetta er eðal-Haukahópur.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu á laugardaginn. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert