Búnaður settur í strætisvagna

Strætisvagnar við Skúlagötu.
Strætisvagnar við Skúlagötu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Settur hefur verið upp búnaður í strætisvagna svo hægt sé að sjá hvort slökkt hafi verið á vélum vagnanna og hve lengi þeir eru í gangi.

Þetta upplýsir samgöngustjóri Reykjavíkurborgar í svari við fyrirspurn Kolbrúnar Áslaugar Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins.

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 4. september 2024, var lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

„Ábendingar hafa borist um að íbúar við Skúlagötu hafi orðið fyrir óþægindum vegna hávaða og mengunar, sem berst frá strætisvögnum við nýja endastöð þeirra við Skúlagötu. Meðal annars sé næturró raskað vegna lausagangs vagnanna. Óskað er eftir upplýsingum um hvort og þá hvernig komið verður til móts við kvartanir íbúanna.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert