Ekkert óeðlilegt að Seðlabankinn taki varfærin skref

Anna Hrefna Ingi­mund­ar­dótt­ir, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og formaður efna­hags­sviðs.
Anna Hrefna Ingi­mund­ar­dótt­ir, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og formaður efna­hags­sviðs. Ljósmynd/Aðsend

Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri og forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir það mikið fagnaðarefni að vaxtalækkunarferlið sé hafið.

Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í morgun um stýrivaxtarlækkun um 0,25 prósentustig og standa vextirnir nú í 9 prósentum.

Þetta er fyrsta í sinn í tæp fjögur sem stýrivextir eru lækkaðir en þeir höfðu haldist óbreyttir í 9,25% frá því í ágúst í fyrra.

Tímasetningin kemur á óvart

Anna Hrefna segir ekkert óeðlilegt að Seðlabankinn taki varfærin skref til að byrja með.

„Þessi tímasetning kemur okkur og flestum greiningaraðilum þó að einhverju leyti að óvart, þar sem flestir gerðu ráð fyrir óbreyttum vöxtum að sinni. Nýlegar niðurstöður kannanna Gallup um væntingar heimila og fyrirtækja gáfu þó til kynna að mögulega væri vaxtalækkun handan við hornið þar sem aukinnar svartsýni gætir,“ segir Anna Hrefna við mbl.is.

Spurð hvort búast megi við enn frekari lækkun stýrivaxta í næsta mánuði þegar næsta vaxtaákvörðun verður tekin segir hún:

„Peningastefnunefnd sagði í yfirlýsingu sinni að nefndin vilji viðhalda hæfilegu aðhaldsstigi. Það má því búast við öðru varfærnu skrefi af hálfu nefndarinnar við næstu ákvörðun að því gefnu verðbólguvæntingar gefi eftir, verðbólgan lækki enn frekar og áfram haldi að draga úr spennu í hagkerfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert