Hælisleitendur vistaðir í JL-húsinu

Umsækjendur um alþjóðlega vernd munu fá húsaskjól í gamla JL-húsinu …
Umsækjendur um alþjóðlega vernd munu fá húsaskjól í gamla JL-húsinu vði Hringbraut. mbl.is/sisi

Um­sækj­end­ur um alþjóðlega vernd munu fá gist­i­rými í JL-hús­inu við Hring­braut í Reykja­vík, en nú er unnið að end­ur­bót­um á hús­inu til þess að það geti nýst í þessu skyni. Hef­ur Vinnu­mála­stofn­un kom­ist að sam­komu­lagi við eig­anda húss­ins um leigu á stærst­um hluta þess, en Fram­kvæmda­sýsla rík­is­ins ann­ast frá­gangs­mál.

JL-húsið er fimm hæðir og verður neðsta hæðin nýtt fyr­ir svo­kallaða virkni­miðstöð líka þeirri sem Vinnu­mála­stofn­um rek­ur á Ásbrú. Bú­setu­úr­ræði fyr­ir hæl­is­leit­end­ur verða á hinum fjór­um hæðunum.

Til­gang­ur virkni­miðstöðvar er að halda hæl­is­leit­end­um virk­um með alls kyns nám­skeiðum á meðan um­sókn­ir þeirra eru í vinnslu hjá Útlend­inga­stofn­un, að sögn Íris­ar Höllu Guðmunds­dótt­ur, sviðstjóra fjöl­menn­ing­ar­sviðs Vinnu­mála­stofn­un­ar. 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert