Ólafur E. Jóhannsson
Umsækjendur um alþjóðlega vernd munu fá gistirými í JL-húsinu við Hringbraut í Reykjavík, en nú er unnið að endurbótum á húsinu til þess að það geti nýst í þessu skyni. Hefur Vinnumálastofnun komist að samkomulagi við eiganda hússins um leigu á stærstum hluta þess, en Framkvæmdasýsla ríkisins annast frágangsmál.
JL-húsið er fimm hæðir og verður neðsta hæðin nýtt fyrir svokallaða virknimiðstöð líka þeirri sem Vinnumálastofnum rekur á Ásbrú. Búsetuúrræði fyrir hælisleitendur verða á hinum fjórum hæðunum.
Tilgangur virknimiðstöðvar er að halda hælisleitendum virkum með alls kyns námskeiðum á meðan umsóknir þeirra eru í vinnslu hjá Útlendingastofnun, að sögn Írisar Höllu Guðmundsdóttur, sviðstjóra fjölmenningarsviðs Vinnumálastofnunar.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.