„Möguleiki á að fljótlega sjáist í land“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að betur hafi gengið í dag en dagana á undan í viðræðunum við Samtakök fyrirtækja í velverðarþjónustu í húsakynnum ríkissáttasemjara.

Efling hefur meðal annars krafist úrlausnar á mönnunarvanda á hjúkraheimilum. Deiluaðilar settust að samningaborði í morgun eftir að fundi var frestað í gærkvöld og reiknar Sólveig með að fundað verði eitthvað fram eftir degi.

„Samninganefnd var búin að samþykkja að viðræðunum yrði slitið og undirbúningur aðgerða hafinn ef ekki kæmu fram tillögur sem snérust um að takast á við mönnunarvandann hratt og örugglega. Um það hafa fundarhöld síðustu daga snúist og við féllumst á að slíta ekki viðræðunum og fresta fundum heldur halda áfram,“ segir Sólveig við mbl.is.

Hún segir að í dag hafi verið ágætur gangur í viðræðunum og ef dagurinn haldi áfram að spilast út með sama hætti þá sé mögulegt að það sjáist til lands fljótlega.

Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í mogun um stýrivaxtalækkun og segist Sólveig fagna þeim tíðindum.

„Við gleðjumst yfir því að þetta vaxtalækkunarferli sé hafið. Ég held að allir séu sammála um það að við hefðum viljað sjá meiri lækkun en erum ánægð með að þetta skref hafi loks verið tekið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert