Myndskeið: Haförn klófesti lax í Krossá

Magnað myndskeið af haferni að veiða sér til matar náðist á upptöku í gær á Skarðsströnd í Dölum.

Aron Frank Leópoldsson deildi myndskeiðinu upphaflega á Facebook en hann segir í samtali við mbl.is að tengdapabbi sinn hafi náð atvikinu á upptöku. Haförninn veiddi lax í laxveiðiánni Krossá.

„Við höfum ekki séð þetta áður í beinni, að haförn grípi sér fisk. En maður hefur náttúrulega heyrt að hafernir hafi drepist og drukknað,“ segir Aron um það þegar ernir reyni við laxinn.

Hann segir að tengdapabbi sinn hafi séð sjö haferni á þessum slóðum í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert