Perlan semur um kaup á Perlunni

Perlan í vetrarstillum.
Perlan í vetrarstillum. mbl.is/Árni Sæberg

Perla norðursins ehf. semur nú við Reykjavíkurborg um kaup á Perlunni í Öskjuhlíð og byggingarrétti þar um kring. Tilboð Perlu norðursins var eina tilboðið sem Reykjavíkurborg taldi gilt. Aftur á móti vill fyrirtækið stækka byggingarlóðina.

Ríkisútvarpið greinir frá að Perla náttúrunnar hafi boðið Reykjavíkurborg rúmlega þrjá og hálfan milljarð fyrir húsið og tvo tanka, sem er einmitt lágmarksverðið sem Reykjavíkurborg krafðist fyrir eignina.

Fyrirvari settur við kaupin

Fyrirvarar eru settir við kaupin í samningnum sem tengjast samþykki fjármálastofnana og stækkun byggingarlóðarinnar.

Perla norðursins vill nefnilega ganga í stórar framkvæmdir á svæðinu. Haft er eftir Gunnari Gunnarssyni, forstjóra Perlu norðursins, í frétt Rúv að fyrirtækið horfi til mikillar uppbyggingar við Perluna á komandi árum.

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að byggja 1.200 fermetra til viðbótar en Rúv hefur eftir Gunnari að áform Perlu norðursins kalli á enn stærri framkvæmdir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka