Rafmagnsleysið nær yfir Norðurland og Austfirði

Samkvæmt upplýsingum frá Rarik nær rafmagnsleysið yfir stóran hluta landsins.
Samkvæmt upplýsingum frá Rarik nær rafmagnsleysið yfir stóran hluta landsins. Kort/Rarik

Rafmagnslaust er á stóru svæði á landinu. Nær rafmagnsleysið frá Vestfjörðum, yfir Norðurland og alla Austfirði. Unnið er að því að koma kerfinu upp aftur.

„Það varð rafmagnslaust frá – meira og minna – Húsavík og upp að Vestfjörðum,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, í samtali við mbl.is.

Uppfært klukkan 13.30:

Frá því mbl.is ræddi við Steinunni hefur Rarik upplýst að rafmagnsleysið nær yfir enn stærra svæði eins og sjá má á kortinu fyrir neðan. 

„Við erum byrjuð að byggja upp kerfið og rafmagnið er að byrja að koma á aftur. Vonandi fer að sjá fyrir endann á þessari truflun,“ segir Steinunn.

Skert lýsing er í Vaðlaheiðargöngum.
Skert lýsing er í Vaðlaheiðargöngum. Skjáskot/Facebook

Skert lýsing í Vaðlaheiðargöngum

Hún segir að rafmagnsleysið hafi byrjað upp úr hádegi.

„Það var eitthvað sem kom upp á hjá Norðuráli sem veldur þessu að það fer álag út í kerfið sem kerfið ræður ekki við. Kemur högg á það og línurnar slá út.“

Á facebook-síðu Vaðlaheiðarganga segir að vegna rafmagnstruflana sé skert lýsing í göngunum.

„Akið varlega og hafið ávallt kveikt á ljósum á ökutækinu,“ segir í færslunni.

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert