Raunhæft að komast undir 5%

Tómas Guðbjartsson, Lára G. Sigurðardóttir, Sigríður Flygenring og Karl Andersen …
Tómas Guðbjartsson, Lára G. Sigurðardóttir, Sigríður Flygenring og Karl Andersen unnu að gerð bæklingsins. HÍ/Kristinn Ingvarsson

Um það bil 6% Íslendinga reykja daglega og er þá átt við sígarettur og vindla. Er það afar lágt hlutfall á heimsvísu að sögn Tómasar Guðbjartssonar, prófessors og hjartalæknis, og hefur markmið um að komast undir 5% þótt hálfgerð útópía í áratugi.

„Mig dreymir um að geta farið á ameríska og evrópska hjartaskurðlæknaþingið og sagt að við Íslendingar höfum náð reykingatíðni undir 5%. Þá munu allir sperra eyrun. Við eigum að stefna þangað og erum að nálgast það,“ segir Tómas sem hefur látið útbúa bæklinginn Hættu nú alveg sem ætlaður er þeim sem vilja hætta að reykja.

Tómas bendir á að sem hjarta- og lungnaskurðlæknir hafi hann sinnt fólki með kransæðastíflu eða lungnakrabbamein sem dæmi. Tóbaksreykingar hafi gjarnan spilað þar inn í. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert