Varaaflsstöð ræst til að vernda bankainnviði

Gagnaverið í Korputorgi „pikkaði upp“ rafmagnsleysið að sögn Borealis en …
Gagnaverið í Korputorgi „pikkaði upp“ rafmagnsleysið að sögn Borealis en þar er haldið utan um „mikilvæga samfélagslega innviði“. mbl.is/​Hari

Varaflsstöð gagnavers í Korputorgi, þar sem er m.a. haldið utan um gögn frá Reiknistofu bankanna, fór í gang eftir að gagnaverið nam rafmagnsleysi í gagnaveri á Blönduósi.

Raf­magns­laust varð á hálfu land­inu í dag, nán­ar til­tekið á Aust­ur­landi og Norður­landi, eft­ir að raf­magn sló út hjá Norðuráli á Grund­ar­tanga og olli trufl­un­um í flutn­inga­kerf­um Landsnets og RARIK.

Borealis Data Center sem rekur þrjú gagnaver á landinu m.a. eitt á Blönduósi fann fyrir áhrifum rafmagnsleysisins og þurfti að reiða sig á varafl til að halda þjónustu gangandi.

Bergþóra Halldórsdóttir, sem situr í framkvæmdastjórn Borealis, segir við mbl.is að gagnaverið á Blönduósi hafi þurft að notast við dísilaflstöð vegna rafmagnsleysisins en en sem betur fer hafi þjónusta þar ekki dottið niður.

Hátæknigagnaver „pikkaði upp“ rafmagnsleysið

Gagnaverið á Blönduósi sem þjónustar alþjóðlega viðskiptavini fyrirtækisins. Aftur á móti virtist áhrifa einnig gæta í hátæknigagnaver í Korputorgi, sem þjónustar „samfélagslega mikilvæga innviði“ eins og Bergþóra orðar það.

Gagnaverið í Korputorgi heldur m.a. utan um gögn Reiknistofu bankanna, sem reisti gagnaverið árið 2019 í samvinnu við Opin kerfi, Sýn og Korputorg. Það var síðan keypt af Íslandsbanka og loks Borealis.

Bergþóra segir að gagnaverið í Korputorgi hafi „pikkað upp“ straumleysið í gagnaverinu á Blönduósi og ræst varaaflið sjálfkrafa.

„Varaflið ræstist en það þurfti síðan ekki varaafl,“ segir hún. Borealis rekur einnig gagnaver í Fitjum í Reykjanesbæ en Bergþóra segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar um að áhrifa hafi gætt þar.

Áætlað er að ríf­lega 15.500 heim­ili og fyr­ir­tæki hafi verið á meðal þeirra viðskipta­vina RARIK sem urðu fyr­ir áhrif­um raf­magns­leys­is og trufl­un­um fyrr í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert