„Svæðisfélögin hafa skilað inn kjörbréfum fyrir sína fulltrúa á landsfundinum,“ segir Ragnar Auðun Árnason, framkvæmdastjóri Vinstri grænna, í samtali við Morgunblaðið og bætir við að þau verði tekin til afgreiðslu í upphafi landsfundar flokksins sem hefst á föstudaginn. Kjörbréfanefnd sé nú að fara yfir innsend kjörbréf frá svæðisfélögum.
Segir hann að kjörbréf hafi verið gefin út fyrir tæplega 300 manns, en um 400 manns gætu setið fundinn væru öll þau sæti setin sem heimild er fyrir. Þannig munu tæplega 300 flokksfélagar sitja fundinn með kosningarétt og kjörgengi.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.