77% með miklar áhyggjur af skipulögðum glæpum

77% þjóðarinnar hafa miklar áhyggjur af skipulagðri glæpastarfsemi. Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar sem var framkvæmd í september.

Prósent spurði hversu miklar eða litlar áhyggjur fólk hafði af skipulagðri glæpastarfsemi og glæpagengjum á Íslandi.

Í niðurstöðunum kemur fram að 77% þjóðarinnar hafa miklar áhyggjur af skipulagðri glæpastarfsemi og glæpagengjum á Íslandi, 10% svöruðu hvorki né og 13% sögðust hafa litlar áhyggjur, að því er segir í tilkynningu.

Spurt var einnig: „Hversu vel eða illa finnst þér íslensk löggjöf vernda íbúa gegn ofbeldisglæpum?“

58% svarenda fannst íslensk löggjöf vernda íbúa illa gegn ofbeldisglæpum, 19% svöruðu hvorki né og 23% fannst íslensk löggjöf vernda íbúa vel gegn ofbeldisglæpum.

Einnig var spurt: „Hefur þú meiri eða minni áhyggjur af öryggi þínu þegar þú ert úti á almannafæri en þú gerðir fyrir ári síðan?“

43% sögðust hafa meiri áhyggjur af öryggi sínu heldur en fyrir ári síðan, 52% svöruðu hvorki né og 5% höfðu minni áhyggjur.

Úrtak könnunarinnar var 4.500 manns og var svarhlutfallið 50%.

Skipulögð glæpastarfsemi hefur aukist á Íslandi.
Skipulögð glæpastarfsemi hefur aukist á Íslandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert