Blóðgjöf varð fljótt að vana

Aðalsteinn Sigfússon mætti í Blóðbankann í gær.
Aðalsteinn Sigfússon mætti í Blóðbankann í gær. mbl.is/Eyþór

„Þetta hefur verið ljúf skylda og blóðgjöf varð fljótt að vana,“ segir Aðalsteinn Sigfússon, sem gaf blóð í 250. sinn í gær. Þetta var jafnframt síðasta blóðgjöf Aðalsteins, sem nú þarf að hætta þeim vegna aldurs. Í tímans rás hefur Aðalsteinn mætt í Blóðbankann að meðtali 5-6 sinnum á ári ásamt því að svara kallinu umfram það þegar nauðsynlegt hefur verið.

Aðalsteinn fékk góðar móttökur.
Aðalsteinn fékk góðar móttökur. mbl.is/Eyþór

„Vextirnir í Blóðbankanum eru háir og blóðið er sá höfuðstóll – undirstaða – sem heldur heilbrigðiskerfinu á Íslandi gangandi. Að gefa blóð snýst í raun um að sýna ábyrgð,“ segir Aðalsteinn, sem fékk góðar móttökur þegar hann mætti með sínu fólki í Blóðbankann við Snorrabraut í Reykjavík í gær.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert