Einhverjir án rafmagns fram eftir kvöldi

Kort sem sýnir áhrif rafmagnstruflana á dreifikerfi RARIK.
Kort sem sýnir áhrif rafmagnstruflana á dreifikerfi RARIK. Kort/RARIK

Rafmagn komst aftur á klukkan 14.05 í gær eftir stóra truflun sem varð í flutningskerfi Landsnets.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá RARIK en þar segir að þrátt fyrir náðst hafi að byggja upp kerfið og koma spennu aftur á voru dæmi um að einhverjir viðskiptavinir RARIK hefðu enn verið án rafmagns fram á kvöld.

Mikil truflun í Mývatnssveit

„Þetta átti við í Mývatnssveit en þar varð mikil truflun á spennu sem í einhverjum tilfellum skemmdi rafmagnstæki og rafmagnstöflur,“ segir í tilkynningunni.

RARIK sendi í gær út tilkynningu til viðskiptavina í Mývatnssveit þar sem óskað var eftir að þeir sem enn væru án rafmagns hefðu samband við bilanavakt RARIK.

Bent á að hafa samband

Einnig var haft samband við verktaka á svæðinu sem fóru heim til þeirra sem höfðu samband og voru að aðstoða fólk langt fram eftir kvöldi.

Þeim sem orðið hafa fyrir tjóni vegna atburða gærdagsins er bent á að hafa samband við sína dreifiveitu og viðskiptavinir RARIK geta tilkynnt um tjón á vef RARIK, www.rarik.is/tjon en viðskiptavinir annarra dreifiveitna eins og Orkubúi Vestfjarða, Norðurorku o.s.frv. hafi samband við þau.

Fram kemur unnið er að því að viðskiptavinir fái úrlausn sinna mála eins fljótt og auðið er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert