Eldur kviknaði í bensínbifreið á Reykjanesbrautinni skammt frá afleggjaranum að Vogum á þriðja tímanum í dag.
Ökumaðurinn, sem var einn í bifreiðinni, náði að koma sér út úr bílnum og óska eftir aðstoð. Hann sakaði ekki.
Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja fóru á vettvang, en að sögn varðstjóra barst tilkynning um eldinn um kl. 14.20. Slökkviliðsmenn eru enn að störfum.
Eldsupptök eru ókunn.