Hvassahraun óráð á óróatímabili

Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur skrifar um flugvallarmál á Facebook og …
Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur skrifar um flugvallarmál á Facebook og viðrar þau við mbl.is. mbl.is/Árni Sæberg

„Ef maður hugs­ar út í að meiri­hlut­inn af sjúkra­flugi er ekki með þyrl­um, held­ur venju­leg­um vængja­vél­um, og er að nálg­ast þúsund flug á ári til Reykja­vík­ur gef­ur það auga leið að það skipt­ir veru­legu máli hvort þess­ir flutn­ing­ar geti farið fram þannig að sjúkra­húsið sé mjög nær­hend­is, eða að leggja þetta í kort­ers-þrjá­tíu mín­útna akst­ur utan af Reykja­nesskaga.“

Þetta seg­ir Ari Trausti Guðmunds­son jarðeðlis­fræðing­ur í sam­tali við mbl.is um pist­il sem hann rit­ar á Face­book-síðu sína um staðsetn­ingu inn­an­lands­flug­vall­ar og tefl­ir þar fram ýms­um rök­um gegn inn­an­lands­flug­velli í Hvassa­hrauni.

„Mér finnst ein­boðið að á meðan ekki er öðru­vísi að þessu staðið þurfi að horfa mjög stíft á þenn­an þátt. All­ir vita að þess­ar stóru þyrl­ur hafa sitt lend­ingarpláss þarna við nýja skýlið við Naut­hóls­vík, en það verður ekki venju­leg sjúkraþyrla til reiðu né þyrlupall­ur á sjúkra­hús­inu sjálfu,“ held­ur Ari Trausti áfram og vís­ar til nýja Land­spít­al­ans.

Stutt í Trölla­dyngju­kerfið

Á Face­book skrif­ar hann meðal ann­ars í pistli sín­um að tuga millj­arða flug­vallar­fram­kvæmd sé til að minnsta kosti hundrað ára. Hraðlest í fimmtán kíló­metra jarðgöng­um áleiðis til Kefla­vík­ur, sem sé afar dýr, enda fyr­ir mun stærra sam­fé­lag, leysi Reykja­vík ekki und­an því að vera enda­stöð ótal til­efna til hraðra sam­gangna frá og til stækk­andi lands­byggðar og ör­uggr­ar heil­brigðisþjón­ustu.

Ari Trausti kem­ur vit­an­lega inn á jarðfræði svæðis­ins, eins og bak­grunn­ur hans gef­ur til­efni til, og seg­ir við mbl.is að þótt elds­upp­koma á þeim slóðum, sem rætt er um flug­völl á, sé nán­ast úti­lokuð sé stutt í eld­stöðvar­kerfi sem virkt var á miðöld­um.

„Hraunið und­ir ál­ver­inu er jú frá þess­um miðalda­eld­um sem þá voru, þessu svo­kallaða Trölla­dyngju- eða Krýsu­víkureld­stöðva­kerfi. Það er al­veg ljóst að við get­um aldrei tryggt lengd eld­gosa fyr­ir fram,“ seg­ir jarðeðlis­fræðing­ur­inn, þótt lík­ur séu á litl­um gos­um séu það aðeins lík­ur.

Völl­ur­inn skuli vera þar sem hann er

„Mér finnst það mjög óá­byrgt þegar við erum kom­in með þetta óróa­tíma­bil, sem nú er komið í gang, að taka séns­inn og byrja á tug­millj­arða fram­kvæmd­um þegar við höf­um ekki glóru um hvernig þetta óróa­tíma­bil mun fara,“ seg­ir Ari Trausti.

Þú vilt halda Reykja­vík­ur­flug­velli?

„Já, ég myndi vilja halda hon­um til streitu, fyrst og fremst sem inn­an­lands­flug­velli og ég gæti al­veg séð fyr­ir mér að breyt­ing­ar á hon­um væru þannig gerðar að hann væri ekki leng­ur vara­flug­völl­ur nema fyr­ir ákveðnar teg­und­ir flug­véla. Nú er verið að skala vara­flug­vall­ar­hlut­verið upp á Eg­ils­stöðum og Ak­ur­eyri svo við kom­umst al­veg af með það á næstu ára­tug­um, að minnsta kosti þar til við vit­um hvernig þetta fer á Reykja­nesskaga,“ svar­ar hann.

Að lok­um seg­ir hann Reykja­vík­ur­flug­völl í sín­um aug­um vera þann stað sem lands­menn eigi heimt­ingu á að sé ná­lægt eða inn­an borg­ar­mark­anna „og þá á þessi flug­völl­ur, þótt hann verði snikkaður eitt­hvað til, að vera þar sem hann er“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert