Íbúum ráðlagt að sjóða vatn: Möguleg gerlamengun

Íbúum í Borgarnesi er ráðlagt að bullsjóða neysluvatnið.
Íbúum í Borgarnesi er ráðlagt að bullsjóða neysluvatnið. mbl.is

Íbúum í Borgarnesi er ráðlagt að sjóða drykkjarvatn í varúðarskyni vegna vísbendinga um hugsanlega gerlamengun. Verið er að kanna mögulega kólígerla í vatni frá Seleyri við Borgarfjörð.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Veitna

„Borgarnes fær kalda vatnið frá þremur veitum og er Seleyrarveita ein af þeim. Vatnið frá Grábrók og Hafnarfjalli er gegnumlýst og ekkert sem bendir til gerlamengunar þaðan. Veitur ásamt heilbrigðiseftirliti Vesturlands eru að taka fleiri sýni úr neysluvatninu til að greina það nánar. Niðurstöður ættu að liggja fyrir síðar í dag,“ segir í tilkynningunni.

Mögulega galli í sýnatöku

Fram kemur að önnur svæði í Borgarbyggð fái ekki vatn frá Seleyri og þurfa ekki að grípa til ráðstafana.

„Hugsanlega gæti verið um galla í sýnatöku að ræða en Veitur vilja engu að síður hafa allan varann á og upplýsa,“ segir í tilkynningunni. 

Íbúum er ráðlagt að sjóða neysluvatnið í að minnsta kosti eina mínútu.

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert