Líklega E.coli-mengun í neysluvatninu

Matís lét í morgun heilbrigðiseftirlit Vesturlands vita um að vís­bend­ingar …
Matís lét í morgun heilbrigðiseftirlit Vesturlands vita um að vís­bend­ingar væru um hugs­an­lega gerla­meng­un. Ljósmynd/Colourbox

Sýni var tekið úr neysluvatni frá Seleyri við Borg­ar­fjörð fyrir tveimur dögum og í morgun barst tilkynning frá Matís um hugsanlega E.coli-mengun. Líklegt er að mengunin verði staðfest en þó er ekki útilokað að sýnið sem um ræðir hafi misfarist.

Þetta segir Þorsteinn Narfason, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Vesturlands, í samtali við mbl.is.

Íbúum í Borg­ar­nesi er ráðlagt að sjóða drykkjar­vatn í varúðarskyni, eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag. 

„Venjulega er það bara staðfest“

Veit­ur ásamt heil­brigðis­eft­ir­liti Vest­ur­lands eru að taka fleiri sýni úr neyslu­vatn­inu til að greina það nán­ar og á morgun kemur niðurstaða.

„Venjulega er það bara staðfest. Það er yfirleitt ekki dregið til baka. Það bendir allt til þess [að vatnið sé mengað] en það er alltaf möguleiki á að sýnið hafi misfarist. Þess vegna erum við að endurtaka sýnatökuna með Veitum,“ segir Þorsteinn.

Hann segir að um vísbendingabakteríu sé að ræða en ákveðið hafi verið að biðja fólk um að sjóða vatnið til öryggis þar til nákvæm staðfesting liggur fyrir.

„Það eru ekki allir sem veikjast sem innbyrða kólí,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert