Öflugur liðstyrkur til KA frá Húsavík

KA-menn með bikarinn í stúkunni á Laugardalsvellinum.
KA-menn með bikarinn í stúkunni á Laugardalsvellinum. mbl.is/Ólafur Árdal

Uppaldir knattspyrnumenn í Völsungi á Húsavík hafa verið áberandi hjá KA undanfarin ár og nú eru sex í hópnum. „Það er stutt að fara hérna yfir fyrir okkur Völsunga,“ segir Hallgrímur Mar Steingrímsson, sem gekk í KA 2009 og fagnaði bikarmeistaratitlinum á dögunum.

Róbert Ragnar Skarphéðinsson braut ísinn og spilaði fyrst með KA 1997. Hann lék líka með Breiðabliki eftir það en fór svo aftur til Húsavíkur 2003. Pálmi Rafn Pálmason gekk til liðs við KA 2003 og lék með liðinu í þrjú tímabil. Eftir að hafa síðan leikið með Val og KR lauk hann ferlinum með Völsungi í 2. deild í fyrra. Bjarki Baldursson fór í KA 2012 og Sæþór Olgeirsson spilaði með liðinu 2018 og 2019, en báðir eru hættir.

„Guðmundur bróðir minn skipti yfir í KA 2008, sem varð til þess að ég fór sömu leið, og síðan komu hinir hver á eftir öðrum,“ rifjar Hallgrímur Mar upp. Af núverandi leikmönnum eru það Hrannar Björn bróðir hans (2014), Elfar Árni Aðalsteinsson (2015) og Ásgeir Sigurgeirsson (2016).

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert