Persónuvernd rannsakar kerfi Heilsugæslunnar

Persónuvernd hefur hafið frumkvæðisathugun á vinnslu persónuupplýsinga í sameiginlegum sjúkraskrárkerfum …
Persónuvernd hefur hafið frumkvæðisathugun á vinnslu persónuupplýsinga í sameiginlegum sjúkraskrárkerfum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. mbl.is/Arnþór

Persónuvernd hefur ákveðið að hefja frumkvæðisathugun á vinnslu persónuupplýsinga í sameiginlegum sjúkraskrárkerfum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem haldin eru á grundvelli laga um sjúkraskrár.

Kemur þetta fram í tilkynningu á vef Persónuverndar.

Þar segir að ákvörðun um frumkvæðisathugunina sé byggð á lögum um Persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Má rekja frumkvæðisathugunina til máls til úrskurðar í máli þar sem Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri fyrir hendi skýr lagagrundvöllur fyrir beinum uppflettiaðgangi trúnaðarlæknis Samgöngustofu í sameiginlegri rafrænni sjúkraskrá sem haldin var á grundvelli samnings stofnunarinnar og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Þá var samningurinn jafnframt ekki talinn skilyrði laga um sjúkraskrár, þ.e. varðandi leyfi ráðherra og staðfestingu Persónuverndar á öryggi persónuupplýsinga í kerfinu.

Litið til nokkurra þátta

Í tilkynningunni kemur fram að við ákvörðun um að hefja frumkvæðisathugunina var litið til þess að vinnsla persónuupplýsinga í sameiginlegum sjúkraskrárkerfum varðar breiðan hóp fólks.

Þá var einnig litið til eðlis þeirra upplýsinga sem eru undir og hversu mikla áhættu vinnslan hefur í för með sér fyrir persónuvernd hinna skráðu, samanber lög.

Segir að með bréfi til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hafi Persónuvernd m.a. óskað eftir upplýsingum um alla þá aðila sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur samið við um aðgang að sameiginlegu sjúkraskrárkerfi og á hvaða lagagrundvelli slíkur aðgangur byggist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert