Rigning eða slydda með köflum

Úrkomuminna verður síðdegis.
Úrkomuminna verður síðdegis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Spáð er norðaustanátt í dag. Víða verða 8 til 15 metrar á sekúndu og rigning eða slydda með köflum. Úrkomuminna verður síðdegis og léttir til sunnan- og vestanlands. Gengur í norðaustan 13-20 m/s við suðausturströndina í kvöld.

Hægari vindur verður norðaustantil á morgun, skýjað og úrkomulítið, en yfirleitt léttskýjað á Suður- og Vesturlandi.

Hiti verður á bilinu 1 til 9 stig að deginum, mildast suðvestantil.

Í athugasemd veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands kemur fram að norðaustanhvassviðri verður á suðaustanverðu landinu í kvöld og á morgun. Veðrið er varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Veðurvefur mbl.is 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert