Sameiningarmál þokast áfram á Suðurnesjum

Frá Garði í Suðurnesjabæ.
Frá Garði í Suðurnesjabæ. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur samþykkt að vísa til­lögu um að hefja form­leg­ar sam­ein­ing­ar­viðræður við Reykja­nes­bæ og Voga til síðari umræðu.

Þetta kemur fram í fundargerð bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar frá því í gær.

Eins og mbl.is hefur greint frá þá voru bæjarstjórnir Voga og Reykjanesbæjar þegar búnar að samþykkja að vísa tillögunni til síðari umræðu og hafa því öll þrjú bæjarfélög klárað fyrri umræðu.

Kosningar ef tillagan verður samþykkt

Ef sveitastjórnir samþykkja til­lög­una eft­ir síðari umræðu þá hefjast form­leg­ar samein­ingaviðræður sem enda með kosn­ing­um.

Í fe­brú­ar 2024 samþykktu sveit­ar­stjórn­ir Sveit­ar­fé­lags­ins Voga, Reykja­nes­bæj­ar og Suður­nesja­bæj­ar að skipa verk­efn­is­hóp til að leiða óform­leg­ar viðræður um sam­ein­ingu sveit­ar­fé­lag­anna og vinna mat á því hvort fýsi­legt er að hefja form­leg­ar viðræður um sam­ein­ingu sveit­ar­fé­lag­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert