Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur samþykkt að vísa tillögu um að hefja formlegar sameiningarviðræður við Reykjanesbæ og Voga til síðari umræðu.
Þetta kemur fram í fundargerð bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar frá því í gær.
Eins og mbl.is hefur greint frá þá voru bæjarstjórnir Voga og Reykjanesbæjar þegar búnar að samþykkja að vísa tillögunni til síðari umræðu og hafa því öll þrjú bæjarfélög klárað fyrri umræðu.
Ef sveitastjórnir samþykkja tillöguna eftir síðari umræðu þá hefjast formlegar sameiningaviðræður sem enda með kosningum.
Í febrúar 2024 samþykktu sveitarstjórnir Sveitarfélagsins Voga, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar að skipa verkefnishóp til að leiða óformlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna og vinna mat á því hvort fýsilegt er að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna.